Hjálparsveitin Tintron
Hjálparsveitin Tintron er öflug björgunarsveit í uppsveitum Árnessýslu sem starfar undir Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Við sinnum útköllum allan sólarhringinn og tökum þátt í fjölbreyttum samfélagsverkefnum, frá björgun og vegalokunum til viðburða og fræðslu. Starfið byggir á sjálfboðaliðum og stuðningi samfélagsins.

Flugeldasýningar
Við erum með flugeldasýningu á Gamlárskvöld við þéttbýlið á Borg og getum tekið að okkur flugaldasýningar fyrir aðra.

Vegalokanir
Tintron er með samning við Vegagerðina um lokun fjallvega þegar veður hamla því að hægt sé að halda þeim opnum.

Drónaflug
Við erm með öflugan leitardróna sem nýtist í leitar og björgunarstarfi. Við erum einnig í samstarfi með Brunavörnum Árnessýslu bæði á æfingum og í útköllum.

Torfærukeppnir
Við höfum átt í frábæru samstarfi með Torfæruklúbbnum í því að halda torfærukeppnir í námunum í Stangarhyl.

Grímsævintýri
Grímsævintýri er bæjarhátið okkar Grímsnesinga og þar hefur sveitin sinnt hinum ýmsu verkefnum eins og að vera með Klifurvegg, hoppukastala, sinnt bílastæðagæslu og margt fleira

Vatnagæsla
Sveitin er með Zodiac slöngubát með utanborðsmótor og hefur nýtt hann í bátagæslu bæði fyrir skátana á Úlfljótsvatni og í öðrum vatnaföllum í sveitarfélaginu.
